Undirburður.is
Fellsskógur ehf
 
Ýmislegt um undirburð
Sími: 864-0290 / 898-3231

Áhrif undirburðar á loftgæði
Áhrif á virkni undirburðar
Aðrir áhrifavaldar
Um hráefniðSími: 898-3231 / 864-0290
 

Áhrif undirburðar á loftgæði


Undirburður hefur mikil áhrif á loft í gripahúsum með upptöku á ýmsum efnum sem annars blandast andrúmsloftinu. Mörg þessara efna t.d.ammóníak,eru afar lyktarsterk.

Ammóníak er ekki bara hvimleitt í gripahúsum heldur er það óhollt flestum skepnum.  Mælt er með því að magn ammóníaks í hesthúsum sé ekki meira en 10 PPM (10 milljónustu). 

Erfitt er að áætla með nefinu hversu mikið magn það er en til eru mælar sem gefa nokkuð nákvæma niðurstöðu.

Eins og sjá má í þessari töflu eru sag og spænir drjúgir við upptöku ammóníaks og rakadrægnin er líka með besta móti.

Sag
Hálmur
Spænir
Upptaka ammóníaks
64%
4%
44%
Rakadrægni
4,1
2,9
3,8

Auk þess er það vel þekkt að undirburður úr ferskum viði gefur frá sér mjög notalegan og góðan ilm.


Áhrif á virkni undirburðar:


Geymsla á undirburði hefur áhrif á þurrefnisprósentu hans, vegna þess að þurr undirburður tekur til sín raka úr umhverfinu.

Þurr undirburður getur aukið rakaprósentu sína ef hann er lengi geymdur í rakri geymslu og þar með minnkar hæfnin til þess að draga til sín raka.

Sé gólfhiti ívið hærri en lofthiti má spara talsverðan undirburð. Rannsóknir hafa sýnt að þó gólfhiti sé aðeins 2°C hærri en lofthiti má minnka notkun undirburðar um allt að helming.
Aðrir áhrifavaldar.

 • Magn raka í lofti: Eftir því sem rakastig í lofti er hærra því minna gufar upp af raka úr stíunni.
 • Stærð flatar sem gufar upp úr: Eftir því sem flöturinn með bleytu er stærri því örar gufar hún upp.
 • Magn annara efna í lofti: Loftmólikúl taka aðeins við ákveðna magni af aukaefnum þannig að mikið ryk í lofti minnkar uppgufun.
 • Loftskipti yfir gólfinu: Ef loftskipti eru aukin yfir stíugólfi eykst uppgufun úr stíunni.
 • Hitastig undirburðar sem upp úr gufar: Eftir því sem hitinn á rakanum í stíunni er meiri því örar gufar hann upp.
 • Lofthiti í húsinu: Loftmólíkúl geta tekið ákveðið magn af raka til sín, þau hafa ákveðna þyngd sem breytist ekki en rúmmál þessara mólíkúla eykst við aukinn hita. Þannig geta þau tekið til sín meiri raka.
Um hráefnið

Viður er í eðli sínu bakteríudrepandi. Það er sannað að flestar bakteríur lifa ekki lengi á skurðarbrettum úr timbri og að jafnvel gömul og slitin trébretti eru betri en plastbrettin. 

Vegna þessa þekktu eiginleika er víða í Evrópu farið að sigta skólp í gegnum síur gerðar úr sagi og tréleikföng mæta vaxandi vinsældum.

Þessum augljósa kosti fylgir sá leiði galli að rotnun í skítahaugum og safnhaugum hverskonar gengur afar hægt fyrir sig sé mikið af spónum í þeim.

Við vinnum sag einungis úr ferskum skógarviði sem er svo hreinn að frekari sótthreinsun er í sjálfu sér óþörf.

  Tréleikföng eru barnvæn

Vinnslan á sagi felur hins vegar í sér hitun yfir 75°C í meira en klukkutíma.  Það þýðir að vinnslan sjálf er jafnframt sótthreinsun á hráefninu.

Sími: 864-0290 / 898-3231

Jarðepli
                    ehf - Netverslun með
                    skógarvörur
NETVERSLUN MEÐ SKÓGARVÖRUR

-